Hvatningarstefna: Eflum tungumálanemendur
Hvatningarstefna
Lykillinn að tungumálanámi er hvati og skuldbinding til að leggja stund á námið. Í hvatningarstefnunni, sem unnin var af vinnuhópi á vegum Evrópsku tungumálamiðstöðvarinnar (ECML) og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er lögð áhersla á mikilvægi tungumálanáms og hvernig hvati gegnir lykilhlutverki í námsferlinu. Þar kemur einnig fram hvaða aðilar og hvaða þættir hafa mest áhrif á hvata í tungumálanámi.