Lara leggur nú í nýtt ferðalag um tungumál Evrópu – í þetta sinn leggur hún leið sína í gegnum undraverðan heim svæðisbundinna tungumála og tungumála minnihlutahópa. Á þessu ferðalagi mun Lara hjúpa hulunni af spennandi leyndardómum tungumálanna!
Á fyrra ferðalagi sínu kynntist Lara 46 tungumálum í Evrópu, flestum ríkismálum, en nú ætlar Lara að kafa dýpra í heim tungumálanna og kanna tungumál sem eru ekki vel þekkt utan málsvæða sinna. Sum þessara tungumála búa yfir mörgum mállýskum, sum eiga sér ekki staðlað ritform og eru jafnvel skrifuð á mismunandi vegu, og hjá sumum fer málhöfum sífellt fækkandi. Eitt eiga þau þó öll sameiginlegt – þau geta státað sig af öflugu málsamfélagi sem beitir sér fyrir varðveislu tungumálsins.